Samfélagsmiðlar hafa sýnt og sannað að þeir geta svo sannarlega haft jákvæð áhrif.
Kona nokkur að nafni Isabel Milan náði að bjarga Taco-veitingastað móður sinnar alveg óvart þegar hún birti myndband á TikTok þar sem hún óskaði þess að hún gæti fært mömmu sinni fleiri viðskiptavini. Myndbandið sýnir móður Isabel sitja á tómum veitingastaðnum - hreinlega að bíða eftir að einhver gengi inn.
Myndbandið fór eins og eldur í sinu um veraldarvefinn og hefur verið horft á það yfir 40 millljón sinnum auk þess sem þúsundir athugasemda hafa borist frá taco-hungruðum aðdáendum sem vilja vita meira. Síðan þá hefur tacostaðurinn ‘Taco-Bout-Joy’ verið svo yfirfullur af nýjum viðskiptavinum, að sækja þurfti liðsauka frá vinum og vandamönnum.
Við getum ekki annað en glaðst yfir góðum fréttum sem þessum og erum sannfærð um að miðlar eins TikTok haldi áfram að gefa.
@tacoboutjoys If you found tears in your tacos, I’m sorry 💖
♬ original sound - Taco-Bout-Joys