Þau finnast mörg eldhúsin hér á landi, sem fá okkur hin til að dreyma - og þetta eldhús hér er eitt af þeim. Eldhúsið er staðsett í Garðabæ en það voru FORMER arkitektar sem sáu um heildræna hönnun hússins, hönnun húss, innanhúss- og lóðarhönnun í samstarfi við landslagsarkitekt. Útkoman er upp á tíu, og gott betur en það.
Eldhúsið er úr reyktri eik - það er fágað, látlaust og vandað í öllu efnisvali með tilliti til endingagóðra efna. FORMER sáu um hönnunina en innréttingin er sérsmíði af Fagus. Löng stór eyja er miðpunktur eldhússins, þar sem opinn endi öðru megin gefur tækifæri á setsvæði til að staldra við. En á baki eyjunnar á öðrum stað er setkrókur. VERA hilla setur sterkan svip á eldhúsið og hangir létt yfir eyjunni - en þess má geta að hillan er hluti af vörulínu sem hönnuð er af FORMER.
Eldhúsið er hjarta hússins og opnast beint út að inngarði, en er jafnframt í tengingu við minni inngarð þar sem morgunsólar gætir.
FORMER opnaði nýverið glæsilega heimasíðu sem við mælum eindregið með að skoða, en þau má einnig finna á Instagram HÉR.