Yfirliðsvaldandi eldhús í Garðabæ

Glæsilegt í Garðabæ!
Glæsilegt í Garðabæ! mbl.is/Alex Marx og André Motta

Þau finn­ast mörg eld­hús­in hér á landi, sem fá okk­ur hin til að dreyma - og þetta eld­hús hér er eitt af þeim. Eld­húsið er staðsett í Garðabæ en það voru FOR­MER arki­tekt­ar sem sáu um heild­ræna hönn­un húss­ins, hönn­un húss, inn­an­húss- og lóðar­hönn­un í sam­starfi við lands­lags­arki­tekt. Útkom­an er upp á tíu, og gott bet­ur en það.

Eld­húsið er úr reyktri eik - það er fágað, lát­laust og vandað í öllu efn­is­vali með til­liti til end­ingagóðra efna. FOR­MER sáu um hönn­un­ina en inn­rétt­ing­in er sér­smíði af Fag­us. Löng stór eyja er miðpunkt­ur eld­húss­ins, þar sem op­inn endi öðru meg­in gef­ur tæki­færi á setsvæði til að staldra við. En á baki eyj­unn­ar á öðrum stað er set­krók­ur. VERA hilla set­ur sterk­an svip á eld­húsið og hang­ir létt yfir eyj­unni - en þess má geta að hill­an er hluti af vöru­línu sem hönnuð er af FOR­MER.

Eld­húsið er hjarta húss­ins og opn­ast beint út að inn­g­arði, en er jafn­framt í teng­ingu við minni inn­g­arð þar sem morg­un­sól­ar gæt­ir.

FOR­MER opnaði ný­verið glæsi­lega heimasíðu sem við mæl­um ein­dregið með að skoða, en þau má einnig finna  á In­sta­gram HÉR.

Hér má sjá hilluna VERU, tróna yfir eyjunni. En hillan …
Hér má sjá hill­una VERU, tróna yfir eyj­unni. En hill­an er sér­smíði frá FOR­MER. mbl.is/​Alex Marx og André Motta
mbl.is/​Alex Marx og André Motta
mbl.is/​Alex Marx og André Motta
Stórglæsilegt eldhús í Garðabæ - hannað af FORMER.
Stór­glæsi­legt eld­hús í Garðabæ - hannað af FOR­MER. mbl.is/​Alex Marx og André Motta
Innréttingin er úr reyktri eik og er sérsmíði frá Fagus.
Inn­rétt­ing­in er úr reyktri eik og er sér­smíði frá Fag­us. mbl.is/​Alex Marx og André Motta
mbl.is/​Alex Marx og André Motta
Smart hægindastóll frá Norr11.
Smart hæg­inda­stóll frá Norr11. mbl.is/​Alex Marx og André Motta
FORMER samanstendur af arkitektunum Ellerti Hreinssyni og Rebekku Pétursdóttur.
FOR­MER sam­an­stend­ur af arki­tekt­un­um Ell­erti Hreins­syni og Re­bekku Pét­urs­dótt­ur. mbl.is/​Al­dís Páls­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert