Valentínusargjöf fyrir bjórbelgi

Er þetta rétta gjöfin á Valentínusardaginn?
Er þetta rétta gjöfin á Valentínusardaginn? mbl.is/Budweiser

Það er ekk­ert meira róm­an­tískt en kippa af bjór og rauðar rós­ir  eða hvað?

Bjór­fram­leiðand­inn Budweiser hef­ur tekið hönd­um sam­an við blóma­fram­leiðand­ann Urban­Stems til að fagna ást­inni á degi elsk­enda sem óðum nálg­ast. Yf­ir­skrift­in er „This Bud's For You“ og ómar af róm­an­tík fyr­ir þá sem elska ís­kald­an öl­inn.

Ekki nóg með að fá rósa­búnt með bjórn­um, því sér­merkt kanna fylg­ir kaup­un­um sem þú get­ur nýtt áfram. Fyr­ir áhuga­sama, þá má skoða nán­ar HÉR. Ann­ars væri skemmti­legt að sjá ís­lenska öl­fram­leiðend­ur taka hug­mynd­ina áfram hér á landi  við erum sann­færð um að það myndi slá í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka