Við höldum áfram að bæta við okkur uppskriftum að bragðgóðum salötum. Hér bjóðum við upp á byggsalat með edamamebaunum, avókadó, pistasíum og ljúffengri dressingu. Fullkomið til að taka með í vinnuna og njóta í hádeginu, að sögn Hildar Rutar sem á heiðurinn af uppskriftinni.
Byggsalat með ljúffengri dressingu (fyrir einn)
- 2 dl eldað bygg
- 2 dl smátt skorið salat
- 1 dl frosnar edamamebaunir
- Krydd: cayennepipar, hvítlauksduft, salt og pipar
- 1-2 msk. smátt skorinn vorlaukur
- 1 dl gúrka, smátt skorin
- 1/2 dl tómatar, smátt skornir
- 1/2 avókadó, smátt skorið
- 1 dl parmesanostur
- Toppa með pistasíum og spírum
Dressing:
- 1 msk. safi úr sítrónu
- 1 msk. appelsínusafi (má sleppa og setja 1 msk safa úr sítrónu í staðinn)
- 2 msk. ólífuolía
- 1/4 tsk. salt
- 1/4 tsk. pipar
- 1/4 tsk. hvítlauksduft
- 1/4 tsk. laukduft
Aðferð:
- Sjóðið bygg eftir leiðbeiningum á pakkningu (mæli með að gera mikið í einu og nota í fleiri rétti).
- Steikið edamamebaunirnar upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
- Skerið smátt salat, tómata, gúrku, vorlauk og avókadó.
- Blandið öllu saman í dressinguna.
- Blandið öllum hráefnunum saman og njótið.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir