Hægt að fá sérhönnuð húsgögn

Carl Hansen & Søn eru þekktir í húsgagnabransanum.
Carl Hansen & Søn eru þekktir í húsgagnabransanum. mbl.is/Carl Hansen & Søn

Carl Han­sen & Søn er einn þekkt­asti hús­gagna­fram­leiðandi Dan­merk­ur og þó víðar væri leit­ar. Fyr­ir­tækið býður nú upp á sér­hönnuð hús­gögn fyr­ir hót­el, veit­ingastaði og skrif­stof­ur.

Hér um ræðir al­veg nýja rekstr­arein­ingu er kall­ast Studio CHS, sem gef­ur viðskipta­vin­um um all­an heim, tæki­færi á að búa til ein­stök hús­gögn sem henta þeirra þörf­um og ósk­um. Þar sem dansk­ar hefðir og hand­verk er af hæsta gæðaflokki.

„Með því að virkja viðskipta­vin­ina í nánu sam­starfi í gegn­um sköp­un­ar­ferlið get­um við boðið upp á al­veg nýja mögu­leika. Frá skissu til full­unn­ar vöru gef­um við viðskipta­vin­in­um tæki­færi til að búa til ein­stök hús­gögn sniðin að eig­in þörf­um. Það ger­ir mig mjög stolt­an að við víkk­um nú út mögu­leik­ann á góðu hand­verki og klass­ískri hönn­un sem veit­ir fleir­um ánægju út um all­an heim“, seg­ir Knud Erik Han­sen fram­kvæmda­stjóri og arftaki Carl Han­sen & Søn.

Öll hús­gögn­in frá Studio CHS eru fram­leidd í eig­in verk­smiðju í Víet­nam. Í verk­smiðjunni er öll fram­leiðslan sam­einuð í eina sam­fellda aðfanga­keðju með eig­in viðar­vinnslu, sög­un­ar­verk­smiðju, viðarþurrk­un­ar­stöð, próf­un­ar­stöð og innri út­skurðar-, vefnaðar- og bólstr­un­ar­verk­stæði. Þetta trygg­ir sjálf­bæra fram­leiðslu, gæði hús­gagna og af­hend­ingu.

mbl.is/​Carl Han­sen & Søn
mbl.is/​Carl Han­sen & Søn
mbl.is/​Carl Han­sen & Søn
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert