Margir eru þeirrar skoðunar að „þeirra“ aðferð að raða í uppþvottavélin sé sú rétta - því öll erum við með okkar eigin vana um hvernig eigi að gera hlutina.
Við þreytumst seint á því að deila með ykkur góðum uppþvottavélaráðum frá sérfræðingunum þarna úti og höldum því bara áfram.
Hér er heilráð frá Better Homes, hvernig best sé að raða í vélina, en sitt sýnist hverjum.
Glös og plastílát: Glös, bollar, litlar skálar og annað plast sem má fara í uppþvottavél á að fara í efri grindina. Úðaarmarnir í vélinni skjóta vatnsstrókum upp á við, þannig best er að hlaða bollum og glervörum þar sem snúa niður á við.
Áhöld: Löng eldhúsáhöld, eins og spaðar og skeiðar, ættu að vera á hlið efri grindarinnar.
Hnífapör: Öll hnífapör fara í áhaldakörfuna. Settu hnífa með handfangið upp til að skera þig ekki er þú tæmir vélina. Eins er best að blanda saman hnífum, skeiðum og göfflum í körfuhólfin til að forðast að þau festist saman í þvottinum.
Pottar, pönnur, diskar og skálar: Pottar, pönnur, skálar, diskar og aðrir stórir hlutir fara á neðstu grindina, að aftan og meðfram hliðunum til að leyfa vatni að flæða frjálslega yfir alla hluti.