Þegar arkitekt, frumkvöðull og smekklegur eldhúsframleiðandi taka höndum saman, þá er fátt sem getur klikkar.
Norski arkitektinn Snøhetta tók að sér stórbrotið verkefni með frumkvöðlinum Tom Bjarte Norland og danska eldhúsframleiðandanum Vipp - og útkoman eru einstök rými upp á bjargi við vesturströnd Noregs, þar sem finna má fjögur hýsi umvafin einstakri náttúru. Sumarhúsin bera nöfnin ’Stylten, Myra, Stjerna og Eldhuset’, og eru öll með glerjuðum vegg sem snýr á móti firðinum, og hleypir náttúrunni beint inn í stofu.
Hér hefur verið haldið í einfaldleikann þar sem húsgögn og innanstokksmunir eru í náttúrulegum litum og formum. Húsin eru á tveimur hæðum, en á efri hæðinni má finna eldhús frá Vipp - og það er óhætt að segja að eldhúsið smellpassi inn í þetta umhverfi, glæsilegt og tímalaust.
Þessi fallegu smáhýsi eru fullkomin til að ná andanum um stund og gleyma sér frá amstri dagsins. Fyrir ævintýragjarna fagurkera, þá eru húsin komin í leigu og kosta nóttin litlar 70 þúsund krónur. Hægt er að bóka og skoða nánar á síðunni HÉR.