Það er fátt sem toppar gott súrdeigsbrauð og hér er Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is búin að galdara fram álegg sem tekur brauðið upp á næsta stig.
Súrdeigsbrauð með sveppum og kotasælu
6 litlar brauðsneiðar (fyrir 2-3 manns)
- 6 sneiðar af súrdeigsbrauði (snittubrauði)
- 200 g kotasæla (ein lítil dós)
- 100 g kastaníusveppir
- 150 g kjúklingabaunir
- Ólífuolía til steikingar
- Salt, pipar, hvítlauksduft, chilliduft
- Kóríander
Aðferð:
- Skáskerið 6 sneiðar úr brauðinu og steikið upp úr ólífuolíu, leggið til hliðar.
- Skerið næst sveppina í sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk.
- Á meðan sveppirnir steikjast má setja kotasælu á hverja brauðsneið og síðan skipta sveppunum niður ofan á kotasæluna.
- Steikið að lokum kjúklingabaunirnar og kryddið eftir smekk, mér fannst gott að setja vel af chillidufti. Ef það kemur mikill safi á pönnuna af baununum er gott að hella honum af áður en þið kryddið endanlega til að þær nái aðeins að steikjast og fá stökka húð.
- Toppið með söxuðum kóríander.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir