Eitt flottasta eldhús sem við höfum séð!

Grænt og geggjað! Það er gaman að sjá nýjar útfærslur …
Grænt og geggjað! Það er gaman að sjá nýjar útfærslur af eldhúsum, þá bæði í litum og formum. mbl.is/Dezeen

Það er svo margt í þessu eldhúsi sem við náum vart að halda utan um - og allt er það jafn áhugavert.

Það var Dezeen sem setti sig í samband við Emil Eve Architects í London, með að hanna tímalaust eldhús sem gæti mætt þeim kröfum um lítil rými og notagildi. Tilefnið var 20 ára afmælisár framleiðandans Slide & Hide oven, sem framleiða bakaraofna með þeirri stórsniðugu tækni að hurðin fellur undir sjálfan ofninn þegar þú opnar hann.

Eldhúsinnréttingin er græn á lit, með appelsínugulum flísum - og takið eftir höldunum á innréttingunni sjálfri. Eldhúseyjan geymir lokaðar skúffur sem og opnar hillur sem létta ásjónuna. Virkilega skemmtileg útfærsla á eldhúsi með nýjar hugmyndir sem gaman er að sjá.

mbl.is/Dezeen
mbl.is/Dezeen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert