„Þessi litríka bolluveisla er hreint ævintýri fyrir krakkana! Nóg af litríku sælgæti frá Nóa-Síríusi og karamellukremið er algjör draumur og passar svo vel við vatnsdeigsbollurnar,“ segir Valgerður Gréta Gröndal eða Valla á GRGS.is um þessar dýrindisbollur sem allir ættu að kolfalla fyrir.
„Mínir krakkar vilja bara hafa bollurnar einfaldar og vilja til dæmis ekki sultu svo ég hafði það í huga þegar ég setti þessar saman. Gott krem, rjómi og nammi og meira þarf ekki. Uppskriftin er ekki mjög stór en það er auðvelt að tvöfalda hana eða jafnvel stækka hana enn frekar ef bjóða á fjölskyldunni í bollukaffi. Þessa uppskrift hef ég notað í mörg ár og klikkar aldrei.“
Trítlabollur með karamellukremi og súkkulaðiperlum
Karamellukrem
Saxið súkkulaðið og setjið í hitaþolna skál. Setjið rjómann í lítinn pott og hitið að suðu. Það er líka hægt að hita rjómann í örbylgjuofni. Hellið rjómanum yfir, setjið disk yfir skálina og látið standa í 2-3 mín. Hrærið saman og látið kólna alveg.
Skraut ofan á
Leiðbeiningar
1. Hitið vatn í potti og bætið smjöri saman við. Látið sjóða í smá stund.
2. Setjið hveiti og salt saman við og hrærið rösklega saman í pottinum.
3. Kælið deigið með því að setja það í hrærivélarskálina og dreifa því upp á skálarbrúnirnar.
4. Setjið egg í mælikönnu og pískið saman. Ef eggin eru mjög stór er ekki víst að það þurfi alveg þrjú egg svo það er betra að píska þau saman og skilja smá eftir.
5. Þegar deigið er orðið volgt má byrja að hræra það með káinu og setja eggin út í í smá skömmtum.
6. Hitið ofninn í 175°C blástur. Setjið deigið á plötu klædda bökunarpappír með góðu millibili. Stærðin fer eftir smekk en mér finnst best að nota sprautupoka en einnig er fínt að nota matskeiðar.
7. Setjið plöturnar inn og bakið í að minnsta kosti 30 mín. Ég fer jafnvel alveg upp í 40 mín. þar sem ég vil hafa þær frekar þurrar og þannig eru líka minni líkur á að þær falli. Aldrei opna ofninn fyrr en eftir a.m.k. 25 mín!
8. Þegar bollurnar eru tilbúnar skerið þær þá í tvennt og setjið smá karamellukrem í botninn og sprautið rjóma yfir. Setjið lokið ofan á og dreifið meira af karamellukremi yfir. Skreytið með trítlum, súkkulaðiperlum og karamellukurli.