Búrskápurinn sem fólk brjálast yfir

Hvern dreym­ir ekki um full­kom­inn búr­skáp? Við birt­um reglu­lega mynd­ir af girni­leg­um búr­skáp­um sem við vær­um til í að kíkja nán­ar í (þótt fátt toppi búr­skápa Kar­dashi­an-systra).

Hér gef­ur að líta búr­skap heima hjá konu sem kall­ar sig Belle og það er bók­staf­lega allt hvítt og snyrti­legt hjá henni. Við segj­um þetta með votti af hroka sem er í raun bara öf­und því glundroði og drasl ræn­ir okk­ur flest and­legu þreki og al­mennri gleði.

Hér eru tvö mynd­bönd. Í öðru er svona fyr­ir og eft­ir af búr­skápn­um og það verður nú að segj­ast eins og er að skáp­ur­inn var bara nokkuð góður fyr­ir til­tekt.

Hitt mynd­bandið er síðan svona mont­mynd­band og við tengj­um við það enda mynd­um við sjálfsagt gera lítið annað en að monta okk­ur ef við ætt­um svona fín­an búr­skáp.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Belle (@thelitt­lewhiteed­it)



View this post on In­sta­gram

A post shared by Belle (@thelitt­lewhiteed­it)

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert