Eitt vinsælasta ljós síðara ára í nýjum litum

Flowerpot er án efa eitt þekktasta ljós síðari ára og fæst nú í hvorki meira né minna en sex nýjum útfærslum.

Ljósið er klassísk hönnun frá árinu 1968 og það er hinn djarfi og litaglaði Verner Panton sem á heiðurinn af ljósinu. Flowerpot hefur verið vinsælt í eldhús- og stofurýmum, og þar verður engin breyting á með þessum nýju litum sem við sjáum hér. Nýju litirnir kallast Dark Plum, Swim Blue, Tangy Pink, Cobalt Blue, Vermilion Red og síðast en ekki síst Black and White Pattern  sem er einstök útfærsla með „retro“-yfirbragði. Dáleiðandi munstur sem Verner notaði á sjöunda áratugnum en var síðan lagt til hliðar þar til núna.

Ný útfærsla af Flowerpot ljósinu - hér með svart/hvítu munstri.
Ný útfærsla af Flowerpot ljósinu - hér með svart/hvítu munstri. mbl.is/&Tradition
Tangy Pink sómir sér vel í þessu eldhúsi.
Tangy Pink sómir sér vel í þessu eldhúsi. mbl.is/&tradition
Hér má sjá litinn Dark Plum.
Hér má sjá litinn Dark Plum. mbl.is/&tradition
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert