Við höfum verið að þeyta rjóma kolvitlaust

Styrmir Kári

Við vindum okkur beint að efninu – þegar við þeytum rjóma er aldrei góð hugmynd að nota rafmagnsþeytara þó að það sé fljótlegasta og þægilegasta leiðin.

Áferðin og bragðið skiptir máli
Þú vilt forðast að rjóminn fái grófa áferð og dauft bragð. Þegar þú þeytir rjómann með rafmagnsþeytara getur þú þeytt hann of mikið á mjög skömmum tíma og hálfgert smjörbragð getur byrjað að myndast.

Erfiðara að vinna með rjómann
Það er erfiðara að vinna með rjóma sem hefur verið þeyttur of mikið. Hann á það til að skilja sig þegar þú ætlar að vinna áfram með hann, t.d. þegar þú smyrð honum á kökubotn eða veltir berjum upp úr honum. Þú sérð það kannski ekki þegar rjóminn liggur á milli tveggja kökubotna, en þú finnur það á bragðinu.

Meiri rjómi
Þegar þú pískar rjómann í höndunum færðu meira út úr honum en ella. Hann verður nefnilega meira loftkenndur en ekki svona samanpressaður eins og með rafmagnsþeytara. Sem hefur mikla þýðingu fyrir magn rjómans í skálinni og hver segir „nei“ við meiri rjóma?

Handþeyttur rjómi verður mýkri og léttari
Þeyttur rjómi í höndum verður mýkri og léttari en ella og það skiptir miklu máli er við setjum hann í sprautupoka og vinnum með hann í skreytingar og annað.

Bragðið skiptir öllu máli
Þú hefur kannski ekki neitt út á rjóma að setja sem þeyttur er með rafmagnsgræju, en ef þú smakkar handþeyttan strax á eftir muntu finna muninn.

Svona þeytir þú fullkominn rjóma:

  • Heltu rjómanum í gler- eða stálskál, og best er að hann sé kaldur.
  • Dragðu fram stóran pískara og byrjaðu að píska rjómann. Best er að halla skálinni aðeins og passið að pískarinn endi ekki á botninum á skálinni. Pískarinn á að vera hálfur yfir rjómanum – það hjálpar honum að verða loftkenndur.
  • Passið upp á áferðina, rjóminn á að vera mjúkur á að líta. Rjóminn mun taka sig, hann þarf bara að fá tíma til að jafna sig eftir að þú hefur pískað hann.
  • Það eiga helst ekki að koma nein för í rjómann þannig að þú getir búið til munstur – þá hefur þú pískað of mikið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert