Flottustu flokkunartunnur sem sést hafa

Ljósmynd/ReCollector

Seint bjugg­umst við við að skrifa frétt um fag­urt út­lit flokk­un­ar­t­unna en það er engu að síður staðreynd. Dönsku flokk­un­ar­tunn­urn­ar frá ReCol­lector eru gerðar úr end­urunnu plasti og hægt er að raða mörg­um sam­an. Þannig er hægt að út­búa snyrti­lega flokk­un­ar­stöð á heim­il­inu sem lít­ur einnig vel út.

Auðvelt er að opna og loka boxun­um, það eru hand­föng til staðar svo þú get­ur tekið boxið úr hirsl­unni og komið rusla­pok­um ör­ugg­lega fyr­ir. Hægt er að þrífa vegg­boxið með rök­um klúti eða svampi með mildri sápu og þurrka það að lok­um.

ReCol­lector mæla með að hengja flokk­un­ar­box­in í eld­hús­um eða ná­lægt þeim þar sem flest­ur úr­gang­ur rat­ar í það rými. Það get­ur verið svo­lítið óyf­ir­stíg­an­legt að koma á al­menni­legu flokk­un­ar­kerfi heima fyr­ir. Því er hægt að prófa sig áfram og byrja á því að flokka gler/​málm og pappa/​papp­ír. Þá get­urðu aukið við þig með tím­an­um, en kost­ur­inn við vegg­föt­urn­ar er að þær eru fjöl­hæf­ar.

Að staðaldri er mælt með að nota 4 eða 6 box í heim­il­is­skipu­lag­inu þar sem við eig­um að vera sí­fellt meðvitaðri um heim­il­isúr­gang og flokk­un hans.

ReCol­lector leggja til að nota:

  • 1 fötu fyr­ir gler og málm
  • 1 fötu fyr­ir pappa og papp­ír
  • 1 fötu fyr­ir hart plast
  • 1 fötu fyr­ir mjúkt plast
  • 1 fötu fyr­ir mat­ar­leif­ar
  • 1 fötu fyr­ir skila­gjaldsvör­ur

Flokk­un­ar­box­in koma í einni stærð og passa 20 lítra niður­brjót­an­leg­ir rusla­pok­ar full­kom­lega í hólfið. Box­in fást í níu fal­leg­um lit­um sem hægt er að blanda eða halda safn­inu ein­litu. Auðvelt er að hengja box­in upp á vegg

Flokk­un­ar­tunn­urn­ar fást í versl­un­inni Kokku

Ljós­mynd/​ReCol­lector
Ljós­mynd/​ReCol­lector
Ljós­mynd/​ReCol­lector
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert