Tómatsósuframleiðandinn Heinz setti tilkynningu á Instagram, þar sem þeir biðla til fólks um hjálp við að finna týnda tómatsósumanninn.
Það var fyrir stuttu að maður að nafni Elvis Francois rataði í fréttirnar eftir að hafa hröklast út á opið haf þar sem hann lifði af heilan mánuð á tómatsósuflösku, hvítlauksdufti og kryddteningum – áður en honum var bjargað af kólumbíska sjóhernum. Sagan af Elvis rataði inn á helstu fréttastofur heims, sem vakti áhuga hjá sósuframleiðandanum Heinz. Var hugmynd þeirra að færa Elvis nýjan bát!
Það hefur þó reynst þrautin þyngri að finna Elvis en Heinz hefur til að mynda haft samband við kólumbíska sjóherinn án árangurs. Í vikunni sendi Heinz út tilkynningu á Instagram þar sem þeir biðla til almennings um hjálp til að finna Elvis - undir myllumerkinu #Findtheketchupboatguy. Samkvæmt nýjustu færslu Heinz á Instagram er maðurinn enn ófundinn - en vitað er að hann býr í Dómeníkanska lýðveldinu í Karibahafi.