Takó-trixið sem Berglind elskar

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég elska Taquitos og hef nokkrum sinnum gert slíkar rúllur. Það er hins vegar snilld að setja blönduna inn í svona vefjuvasa því þá er ekkert að leka út um annan endann og auðveldara að borða með því að halda á vasanum,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessa uppskrift sem við erum að elska. Vefjuvasarnir hafa slegið í gegn hér á landi og þá ekki síst meðal foreldara en máltíðin verður helmingi auðveldari og einfaldari þegar hægt er að setja allt takó-ið í einn vasa í stað þess að allt fari út um allt.

„Það er hægt að kaupa tilbúinn eldaðan kjúkling til að einfalda sér verkið og það er fljótlegt og gott að útbúa þessa dásemd“.

Krakkavænir kjúklingavasar

Fyrir um 4 manns

Kjúklingavasar

  • 8 x Old El Paso Pocket vasavefjur
  • 400 g rifinn,eldaður kjúklingur
  • 120 g rifinn ostur
  • 130 g rjómaostur við stofuhita
  • ½ lime (safinn)
  • 100 g Old El Paso salsasósa
  • 2 msk. Old El Paso Tacokrydd
  • 2 rifin hvítlauksrif
  • 1 tsk. salt
  • 3 msk. saxaður kóríander
  • Matarolía til penslunar
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Takið til vasavefjur, kjúkling og ost, leggið til hliðar.
  3. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál fyrir utan matarolíu og gróft salt.
  4. Þegar búið er að píska það saman má bæta rifnum osti og kjúkling saman við og skipta á milli vefjuvasanna.
  5. Raðið þeim næst á bökunarplötu, penslið með matarolíu og stráið smá grófu salti yfir.
  6. Setjið inn í ofn með álpappír yfir (svo vefjurnar brenni ekki) í um 10 mínútur, takið þá álpappírinn af og bakið áfram í um 5 mínútur eða þar til vefjuvasarnir gyllast vel.
  7. Berið fram með salsaídýfu (sjá uppskrift hér að neðan), Old El Paso guacamole og nachos flögum.

Salsaídýfa

  • 70 g sýrður rjómi
  • 70 g Hellmann‘s majónes
  • 130 g Old El Paso salsasósa

Aðferð:

  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.
  2. Fallegt er að strá söxuðu kóríander yfir í lokin en ekki nauðsynlegt.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka