Í grein á bandarísku vefsíðunni Compare My Jet er farið yfir hvar hagstæðast er að kaupa vín í heiminum og hvar það er dýrast.
Á listanum eru 36 OECD lönd og það kemur sjálfsagt engum á óvart að vínið er dýrast á Íslandi og var meðalverðið reiknað í 18 dollurum. Fast á hæla Íslendinga koma Norðmenn en þar reyndist meðalverðið 17,60 dollarar. Suður Kórea (15,74) var í þriðja sæti og Bandaríkin í því fjórða (15,18).
Ungverjaland var hins vegar með hagstæðasta verðið þar sem meðalverðið var 4,81 dollarar og í öðru sæti var Chile þar sem meðalverðið var 5,13 dollarar.