Vínsopinn dýrastur á Íslandi

mbl.is/Colourbox

Í grein á banda­rísku vefsíðunni Compare My Jet er farið yfir hvar hag­stæðast er að kaupa vín í heim­in­um og hvar það er dýr­ast.

Á list­an­um eru 36 OECD lönd og það kem­ur sjálfsagt eng­um á óvart að vínið er dýr­ast á Íslandi og var meðal­verðið reiknað í 18 doll­ur­um. Fast á hæla Íslend­inga koma Norðmenn en þar reynd­ist meðal­verðið 17,60 doll­ar­ar. Suður Kórea (15,74) var í þriðja sæti og Banda­rík­in í því fjórða (15,18).

Ung­verja­land var hins veg­ar með hag­stæðasta verðið þar sem meðal­verðið var 4,81 doll­ar­ar og í öðru sæti var Chile þar sem meðal­verðið var 5,13 doll­ar­ar.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert