Inniheldur 40% færri hitaeiningar

Margur myndi halda því fram að hér væri á ferðinni frétt ársins en hið eina sanna Baileys hefur nú eignast litlu systur sem heitir Baileys light og er snargrennandi. Það má reyndar ekki segja svoleiðis en Light útgáfan inniheldur 40% minni sykur og 40% færri hitaeiningar en upprunalega gerðin og því má fastlega reikna með að nýja Baileysið verði rifið úr hillunum enda þýðir þetta á mannamáli að maður getur drukkið helmingi meira (það er líka bannað að segja þetta!).

En að öllu gríni slepptu þá eru þetta gleðifregnir og ekki síst fyrir þá sem vilja minnka sykurneyslu.

Baileys Light kemur í verslanir ÁTVR þann 1. mars sem er einkar viðeigandi þar sem hann kallast alla jafna B-dagurinn þar sem formleg sala á bjór hófst þann daginn árið 1989. B-dagurinn er því orðinn Baileys og bjórdagurinn mikli og munu eflaust margir fagna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert