Nýtt frá Royal Copenhagen - var fimm ár í vinnslu

mbl.is/Royal Copenhagen

Eitt afgerandi smáatriði í nýrri vörulínu frá Royal Copenhagen, hefur verið heil fimm ár í vinnslu. En það eru margir sem hafa beðið í mikilli eftirvæntingu eftir nýjungum sem þessum.

Það verður að segjast að við erum í klappliðinu hjá konunglega póstulínsframleiðandanum, og eigum erfitt með að gera upp á milli munstranna sem prýða matarstellin frá þeim. Blá, svört eða einfaldlega hvítt og einfalt - allt eru þetta fallegir kostir í okkar huga.

Nú sendir fyrirtækið frá sér nýja línu sem hefur verið fimm ár á leiðinni - og er hannað út frá tveimur matarstellum frá árunum 1888 og 1978. Hér sjáum við svart munstur og litlar blúndur sem eru áberandi á stellinu, þó án þess að draga of mikla athygli að sér.

Það eru fáir sem átta sig á gæðum og vinnu sem liggur að baki við hverja og eina vöru frá Royal Copenhagen, en hver og einn hlutur er oftar en ekki brenndur sjö sinnum. Allt munstur er þar að leiðandi handmálað og þá er svarti liturinn sagður erfiðari viðureignar en sá blái, er kemur að því að brenna. Í nýju vörulínunni varð það marga ára áskorun, um hvernig best væri að ná þessum tiltekna svarta lit fram - þar sem þeim hefur sannarlega tekist vel til.

mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is/Royal Copenhagen
Nýja vörulínan frá Royal Copenhagen hefur verið fimm ár í …
Nýja vörulínan frá Royal Copenhagen hefur verið fimm ár í vinnslu. mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert