Meistari Albert Eiríksson deildi á dögunum uppskrift að brauðrétt sem fenginn var frá Jónu Láru Sveinbjörnsdóttur. Svo góður var brauðrétturinn að maki Alberts, Bergþór Pálsson, gat vart á heilum sér tekið.
„Ég fékk einn allra besta heita brauðrétt sem ég hef smakkað, þú verður að birta uppskriftina,” sagði Bergþór um heitan brauðrétt sem Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir kom með í kvennakórspartí segir Albert á heimasíðunni sinni Albert Eldar.
„Heitir brauðréttir hafa verið með vinsælustu saumaklúbbsréttum um árabil, en galdurinn við þennan gætu verið ómissandi kasjúhneturnar. Þegar þær ristast gerast einhverjir töfrar. Alla vega er hann mjög ljúffengur. Eins og við var að búast tók Jóna Lára vel í að útbúa réttinn sem að grunni til er af síðunni ÓlöfHummus og er þar vegan.“
Aðferð: