Kokteillinn sem er vinsælastur í Bláa lóninu

Litríkur kokteill á fjarlægðri strönd er sýn sem marga dreymir um að lifa - en við komumst nálægt því í skot-túr rétt fyrir utan bæjarmörkin ef svo mætti segja.

Barþjónarnir á Lava Restaurant í Bláa Lóninu, þykja ansi færir í að hrissta fram kokteila sem láta hugann sveima á ókunnar slóðir. Vinsælustu kokteilarnir þeirra eru Blue Lagoon og Lava Mule - sem eru frískandi, ljúffengir og hitta alltaf í mark. Og hér er uppskrift að Blue Lagoon sem við getum fullyrt að standi undir nafni.

Blue Lagoon

  • 30 ml Marberg Gin
  • 15 ml Passoa líkjör
  • 15 ml Blue Curacao
  • 15 ml sítrónusafi
  • 20 ml appelsínusafi
  • 2 eggjahvítur

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin í kokteilhristara (ekki með ís) og hristið vel.
  2. Bætið 5-7 ísmolum út í og hristið aftur vel.
  3. Hellið gegnum sigti í martini glas.
Kokteilarnir á Lava Restaurant þykja afbragðsgóðir.
Kokteilarnir á Lava Restaurant þykja afbragðsgóðir. mbl.is/Bláa Lónið
Drykkurinn Blue Lagoon - stendur fyrir sínu.
Drykkurinn Blue Lagoon - stendur fyrir sínu. mbl.is/Bláa Lónið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert