Íslensk hönnun alla leið! Það getum við sagt um þetta sérsmíðaða eldhús, sem bæði er hannað og smíðað hér á landi.
Eldhúsið er hönnun eftir Birgittu Ösp Atladóttur sem hefur útfært svarta perlu í eitt mest notaða rými heimilisins. Hér var það trésmíðaverkstæðið Grindin sem hefur vandað vel til verka við smíðin, en innréttingin er flammaður askur, sprautulakkaður. Eins eru hljóðrimlar fyrir ofan vaskeininguna smíðaðir í stíl við innréttinguna af Grindinni. Ljós og fallegur steinn frá Granítsteinum er á borðum og tækin koma frá Rafha.