Mjólkur og eggjalausir mjúkir kanilsnúðar með glassúri

Ljósmynd/Linda Ben

„Hér höfum frægu mjúku kanilsnúðana mína nema án mjólkurafurða og eggja. Þetta eru nákvæmlega sömu mjúku og djúsí snúðarnir nema í þetta skiptið eru þeir fyrir alla! Ofnæmispésa, vegan og alla aðra,“ segir Linda Ben um þessa dásamlegu uppskrift sem hentar fyrir alla.

„Það kemur í ljós að egg eru alls ekki nauðsynleg í þessa uppskrift og því var því einfaldlega sleppt hér, en í staðin fyrir mjólkina er notað hafrajógúrt með karamellu og perum frá Veru Örnudóttir, en það er mín uppáhalds vara til að baka mjólkurlausar uppskriftir úr. Jógúrtið skilar sér í einstaklega mjúkum og bragðgóðum snúðum.“

Mjólkur og eggjalausir mjúkir kanilsnúðar með glassúri

  • 7 g þurrger
  • 100 ml volgt vatn
  • 250 ml Hafrajógúrt með karamellu og perum frá Veru Örnudóttir
  • 80 g brætt jurta/vegan smjör
  • 450 g hveiti
  • ½ dl sykur
  • 1 tsk. salt

Fylling

  • 120 g mjúkt jurta/vegan smjör
  • 2 dl sykur
  • 2 msk. kanill

Glassúr

  • 400 g flórsykur
  • ½ tsk vanilludropar
  • 4-5 msk. heitt vatn

Aðferð

  1. Byrjið er á að hafrajógúrt í skál, hitið 100 ml af vatni að suðu og hellið út í jógúrtið, blandð saman. Bætið gerinu útí og hrærið, leyfið að standa í smá stund.
  2. Setjið hveitið í skál, bætið út í það sykrinum og saltinu.
  3. Bræðið jurta smjörið, leyfið því að kólna svolítið.
  4. Hellið jógúrt-gerblöndunni út í hveitið og hrærið, hellið brædda smjörinu einnig út í á meðan deigið hnoðast.
  5. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
  6. Þegar deigið hefur hefast, dreifið þá svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt.
  7. Blandið saman mjúku vegan smjöri, sykri og kanil í skál, hrærið þar til blandað saman. Smyrjið fyllingunni yfir allt deigið.
  8. Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju og skerið hana svo í 12 – 15 bita.
  9. Smyrjið frekar stórt eldfast mót með smjöri og raðið snúðunum ofan í formið, það má vera frekar rúmt á milli snúðanna því þeir eiga eftir að stækka.
  10. Leggið hreint viskustykki yfir formið og látið snúðana hefast í um það bil 30 mín.
  11. Stillið ofninn á 175°C og undir og yfir hita.
  12. Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í 35-45 mín (tími fer eftir hversu þykkir snúðarnir eru) eða þangað til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn.
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert