Það var glatt á hjalla á starfsmannagleði Sætra Synda um helgina - en þar var haldin kökukeppni sem fór ‘úr böndunum’.
Við náðum tali af Evu Maríu, eiganda sælkerahússins sem sagði laugardagskvöldið hafa verið einstaklega skemmtilegt. „Við byrjuðum kvöldið á fordrykk í geggjuðu húsnæði Lava Show út á Granda, og vorum með svæðið alveg út af fyrir okkur - fullkomið fyrir hópa og skemmtanir. Eftir fordrykkinn fórum við á sýninguna hjá þeim sem tekur um klukkustund, og því næst nutum við veitinga frá Kjötkompaníinu og léttra drykkja”, segir Eva María í samtali.
Stelpurnar hjá Sætum Syndum létu söngvakeppnina ekki framhjá sér fara, og eftir hana tók kökuskreytingakeppni við - með smá tvisti. „Þær voru tvær saman í liði, önnur sá ekki neitt eða sú sem skreytti kökuna, og hin heyrði ekki neitt (með eyrnatappa og eyrnaband). Hún sem heyrði ekki neitt, vissi hvernig kakan átti að líta út og leiðbeindi hinni með bundið fyrir augun. Útkoman var mjög skrautleg og allir skemmtu sér stórkostlega”, segir Eva María að lokum - en hún var dómari í keppninni þar sem ein kaka bara sigur úr bítum og fengu vinningshafarnir flotta vinninga að laun.
Hér fyrir neðan má sjá myndband úr kökukeppninni og kökurnar sem skreyttar voru.
@saetar_syndir Kökuskreytingakeppni Sætra Synda 🧁 Önnur sér ekki, hin heyrir ekki 😂 #fyp ♬ This Is a Work of Art (Sketchy) - Dubskie