„Ef þig langar að borða meiri fisk mælum við með að festa 1-2 daga í viku þar sem fiskur er á boðstólnum og þá er ekki verra að byrja á þessum einfalda og ljúffenga fiskrétt sem mun án efa hitta í mark hjá fjölskyldunni,“ segir Thelma Þorbergs um þessa geggjuðu uppskrift!
Frábær fiskur í rjómaostasósu
Þessi uppskrift dugar fyrir 4-6
- 1 kg þorskur eða ýsa (ófrosin)
- 1⁄2 haus brokkolí
- 1⁄2 haus blómkál
- 200 g rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
- 200 g hreinn rjómaostur frá MS
- 2 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
- 1 1⁄2 tsk. hvítlaukspipar
- 1⁄2 tsk. salt
- 100 g rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
Meðlæti
- soðar kartöflur og eða hrísgrjón
Aðferð:
- Hitið ofninn í 190 gráður.
- Setjið fisk í eldfast mót ásamt niðurskornu brokkolí og blómkáli.
- Setjið báða rjómaostana í pott ásamt rjómanum yfir meðal háan hita og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Kryddið með hvítlaukspipar og salti, gott er að smakka sósuna til og krydda þá meira ef þess er þörf.
- Hellið rjómaostasósunni yfir fiskinn og eldið í 15 mínútur við 190 gráðu hita.
- Takið fiskinn út og setjið ostinn yfir og setjið aftur inn í ofn í 10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað alveg.
- Berið fram með soðnum kartöflum og/eða hrísgrjónum.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir