Heinz segist hafa fundið Elvis

Lífið er ljúft á suðrænum slóðum.
Lífið er ljúft á suðrænum slóðum. mbl.is/iStockphoto

Við sögðum ykkur nýverið frá manni sem tómatsósuframleiðandinn Heinz leitaði að án árangurs en maðurinn er nú fundinn.

Elvis Francois rataði í fréttirnar eftir að hafa lifað af heilan mánuð á reki út á sjó eftir að hafa lent í hrellingum, þar sem hann nærðist nánast eingöngu á tómatsósu. Heinz setti inn tilkynningu á Instagram þar sem þeir óskuðu eftir aðstoð með að finna Elvis, því þeim langaði til að færa honum nýjan bát - en leitin virtist ekki ætla skila árangri í fyrstu þrátt fyrir margar tilraunir.

Nýjustu fréttir eru þó þær, að Heinz hefur staðfest að Elvis sé fundinn á karabíska hafinu - en það voru hátt í fimm milljón manns sem sáu Instagram færslu Heinz um leitina að Elvis. Hver segir svo að máttur samfélagsmiðla sé ekki öflugur!

Vis dette opslag på Instagram

Et opslag delt af Heinz (@heinz)

 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert