Stórstjörnur í nýrri majónes auglýsingu

mbl.is/Hellmanns

Majónes framleiðandinn Hellmann’s, kynnti nýja auglýsingu í tilefni að Super Bowl og það með þremur stórstjörnum um borð.

Pete Davidson, Jon Hamm og Captain Marvel stjarnan Brie Larson mætast hér í ísskápnum. En það eru Jon Hamm og Brie Larson sem eru í smækkaðri mynd innan um brauð og álegg - er þau átta sig á að þau eru álegginn ‘Brie og Hamm’ - eða ostur og skinka. Það er síðan Pete sem opnar ísskápinn og segist ætla gæða sér á þeim, og útbýr girnilega panini samloku með skinku, osti og majónesi. Er hann svo bítur í samlokuna, eru Brie og Hamm komin í fullvaxta mynd inn í stofu fyrir framan Pete sem segir að lokum „You guys are really delicious”. Auglýsinguna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

 


mbl.is/Hellmanns
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert