Viskíösveppur hefur tekið bæ í gíslingu

mbl.is/ Shutterstock

Í Suður-Tennessee hafa íbúar fengið svo til nóg af ákveðnum myglusvepp sem er að valda miklum ursla í bænum. Þessi ákveðna tegund hefur fengið viðurnefnið viskí-sveppurinn en heitir réttu nafni Baudoinia compniacensis, og leggst á húsveggi, götur og almenningsrými svo eitthvað sé nefnt. Sveppurinn sprettur út frá etanól-gufu sem kemur frá Jack Daniels brugghúsinu í bænum. Árið 2018 byggði fyrirtækið sex tunnuhús og ætlaði sér að reisa 14 til viðbótar, þar til þeir fengu málsókn sem stoppaði þá af.

Fyrirtæki og íbúar bæjarins hafa þurft að hreinsa húsveggi á þriggja mánaða fresti með hörðum efnum án árangurs, því sveppurinn snýr alltaf aftur. Íbúar eru þó ekki á því að fyrirtækið þurfi að loka, en fara fram á að viskíframleiðandinn setji upp almennilegt loftræstikerfi til að fjarlægja etanólið og hefta vöxt sveppsins.

Elizabeth Conway, talsmaður Jack Daniel’s, segir fyrirtækið muni halda áfram að fylgja öllum þeim reglum og kröfum sem fylgja slíkum brugghúsum. Eins segir hún að sveppurinn stafi af uppgufaðs aukaforða sem almennt þekkist undir nafninu ‘englarnir’. Hafir þú farið í skoðunarferð um brugghús, þá er undantekningalaust talað um englana sem fara út í andrúmsloftið sem hafa – því miður í þessu tilfelli – í för með sér svepp djöfulsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert