Svokölluð þurrkarablöð sem við setjum í þurrkarann eftir þvott, eru kannski ekki svo gagnleg eftir allt saman, og lausnin í að flýta fyrir þurrkun liggur í öðrum bolta.
Þurrkurnar eru eins og blautþurrkur í laginu og þjóna þeim tilgangi að flýta fyrir því að þvotturinn þorni, gefa frá sér góðan ilm og eiga einnig að mýkja flíkurnar sem reynist þó ekki vera raunin. Því þurrkurnar gefa frá sér ákveðna húð sem sest á fötin og þau virka mýkri en ella - rétt eins og handáburður gerir fyrir hendurnar. Þar að auki er kostnaðarsamt að kaupa þurrkurnar þar sem þú getur ekki endurnýtt þær og því um óumhverfisvænan kost að ræða.
Ullarboltar eru lausnin
Litlir ullarboltar hafa þótt langt um betra úrræði í þurrkarann, því þeir þjóna sama tilgangi og má nota aftur og aftur. Eins vilja þvottaexpertar þarna úti meina að hægt sé að vöðla saman álpappír í bolta - það muni einnig hafa góð áhrif á þurrkunina og megi nota í nokkur skipti. Annars er eitt sem þarf líka að hafa í huga, en fólk hefur tilhneigingu á að nota of mikið af þvottaefni en það þarf. Minna þvottaefni er í raun ávísun á mýkri þvott, án þess að þurfa nota önnur efni með.
Þurrkaraboltar eru til víða, til að mynda í Epal HÉR eða í annarskonar formi HÉR.