Marengsrúlluterta er mögulega eitt það snjallasta og girnilegasta sem við höfum heyrt um. Það er meistari Linda Ben sem á heiðurinn að þessari snilld sem við köllum skyldusmakk enda hljómar það hreint stórkostlega að blanda saman marengs og mangó!
„Marengsinn sjálfur er mjúkur, þ.e. hann er stökkur að utan en ekki alveg bakaður í gegn, en það eru bestu marengsarnir að mínu mati. Svo djúsí og góðir. Rúllutertan er svo fyllt með mangóbitum og ástaraldin sem gerir hana svo ferska og sumarlega. Þetta sæta með súra ástaraldininu er eitthvað annað gott!“
Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta
- 5 eggjahvítur
- 1/4 tsk. cream of tartar
- 300 g sykur
- 30 g kornsterkja (maizenamjöl)
- 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
- 2 mangó
- 3 ástaraldin
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Blandið saman sykrinum og kornsterkjunni, leggið til hliðar.
- Setjið eggjahvíturnar í skál ásamt cream of tartar, byrjið að þeyta. Þegar eggjahvíturnar byrja að freyða setjiði þá sykurblönduna út í nokkrum skömmtum og þeytið svo áfram þar til stífir toppar hafa myndast.
- Setjið smjörpappír á ofnplötu og setjið eggjahvíturnar á smjörpappírinn. Sléttið úr með spaða þar til kakan er orðin u.þ.b. 25×35 cm stór.
- Bakið í 30 mín og takið út úr ofninum og leyfið honum að kólna.
- Þeytið rjómann, skerið 1 1/2 mangó í teninga og einn helminginn í sneiðar. Skerið 2 ástaraldinið í helminga og takið innan úr þeim og setjið í skál.
- Setjið smjörpappír á borðið sem er aðeins stærri en marengsinn. Hvolfið marengsnum á nýja smjörpappírinn og takið gamla smjörpappírinn í burtu.
- Smyrjið u.þ.b. 3/4 af þeytta rjómanum á marengsinn, dreifið mangó teningunum yfir rjómann ásamt ástaraldinkjötinu.
- Rúllið rúllutertunni upp frá langhliðinni, byrjið á því að rúlla litlum hluta þétt upp (notið smjörpappírinn til að hjálpa ykkur) og rúllið svo restinni upp.
- Komið rúllutertunni fyrir á bakka og setjið restina af rjómanum ofan á hana. Skreytið með mangó sneiðum og innihaldinu úr þriðja ástaraldininu.