Eldhúsgræjan sem er frekar snjöll

mbl.is/Amazon

Lítið saklaust krabbadýr hefur skriðið í pottinn og situr þar í makindum sínum á barminum á meðan súpan mallar á helluborðinu.

Þessi rauði krabbi er hjálparhönd í eldhúsinu - hannaður af OTOTO Studio. Krabbinn er framleiddur úr BPA-fríu sílikoni og hugsaður til að halda pottlokinu uppi eða á sleifinni. Ekki nóg með að krabbinn sé mættur til að létta lífið við eldamennskuna, þá er hann nokkuð sætur líka sem skemmir ekki fyrir. Og það besta er að hann þolir skolun í uppþvottavélinni! Það má skoða krabbann nánar HÉR, en hann kostar litlar þrjú þúsund krónur.

Hjálparkokkurinn í eldhúsinu er krabbi.
Hjálparkokkurinn í eldhúsinu er krabbi. mbl.is/Amazon
mbl.is/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka