Langbesti og þægilegasti pastarétturinn

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Skemmtileg og einföld útfærsla á pastarétt sem fjölskyldan ætti að geta sameinast um að sé góður. Þægileg lausn að allt sé sett saman í pottinn og grænmeti og ostar séu í fyrirrúmi. Fallegt að bera fram í pottinum... og minna uppvask!

Ostapasta með brokkolí og kúrbít

Fyrir fjóra

  • 8 dl vatn
  • 1 1⁄2 tsk. salt
  • 500 g pastaskeljar
  • 1 stk. meðalstórt brokkolíhöfuð
  • 2 dl nýmjólk
  • 1 dl rjómi
  • 5 msk. rjómaostur
  • 1 tsk. dijon sinnep
  • 1 stk. meðalstór kúrbítur, rifinn niður
  • 150 g Óðals cheddar, rifinn
  • 80 g Góðostur, rifinn
  • 1 tsk. hvítlaukssalt
  • 1 tsk. laukduft
  • 1 tsk. paprikuduft
  • 1⁄2 tsk. cayenne-pipar
  • 1 1⁄2 msk. smjör

Aðferð:

  1. Komið upp suðu á vatninu í stórum potti, saltið.
  2. Skerið brokkolí á meðan niður í lítil blóm.
  3. Þegar suðan er komin upp fer pastað og brokkolíiið út í vatnið.
  4. Sjóðið í 8 mínútur og hrærið reglulega í á meðan.
  5. Ekki hella vatninu af pastanu.
  6. Hrærið mjólk, rjóma, rjómaost og sinnep saman við pastað í vökvanum þar til rjómaosturinn hefur leystst upp.
  7. Sjóðið áfram þar til pastað er tilbúið, al dente. Líklega um 4-5 mínútur.
  8. Hrærið rifinn kúrbít saman við.
  9. Rífið Óðals cheddar og Góðostinn með rifjárni og hrærið saman við pastað.
  10. Bætið við kryddum og smjöri. Látið bráðna og hrærið.
  11. Ef ykkur þykir sósan vera of þykk má þynna hana með smá vatni, mjólk eða rjóma.
  12. Berið fram í pottinum.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert