Besta kaffihús Dana opnar loksins í höfuðborginni

La Cabra þykir hreint út sagt ómótstæðilegt kaffihús.
La Cabra þykir hreint út sagt ómótstæðilegt kaffihús. mbl.is/La Cabra

Kaffihúsið La Cabra er sagt vera það allra besta í bænum og nú opna þeir á nýjum stað - þótt fyrr hefði verið að mati margra.

La Cabra setti Aarhus á kortið fyrst árið 2012 í latínhverfinu þar í bæ, fyrir framúrskarandi góðan kaffisopa - og síðan þá hafa vinsældirnar vaxið á ógnahraða. Í dag finnur þú kaffihúsið einnig í Bankok og stórborginni New York, þar sem það var útnefnt besta kaffihúsið. En það er mikill heiður í borg þar sem rétt um 5000 aðrir kaffibarir keppast um titilinn.

Nýjustu fréttirnar eru samt þær að La Cabra opnar loksins í höfuðborg Dana - svo koffínþyrstir Kaupmannahafnarbúar fá nú sinn skammt af sopanum. Staðurinn mun vera staðsettur í herrafataversluninni Another Aspect, sem opnaði nýja verslun í byrjun mánaðarins en kaffihúsið opnar þann 1. apríl nk.

Áhugasamir kaffiunnendur hér á landi, geta frá og með í apríl, fundið La Cabra á Møntergade 3A, 1116 København K.

mbl.is/La Cabra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert