Eva og Sylvía hönnuðu Hamingjugraut

Sylvía Briem og Eva Mattadóttir.
Sylvía Briem og Eva Mattadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er þann 20. mars næstkomandi og af því tilefni verður boðið upp á sérlegan Hamingjugraut á H bar sem staðsettur er í H versluninni upp á Bíldshöfða.

Það voru Sylvía Briem og Eva Mattadóttir, þáttastjórnendur í hinum vinsælu hlaðvarpsþáttum Norminu, sem sáu um hönnun grautstins.

„Grautur mánaðarins á H bar að þessu sinni er Hamingjugrauturinn sem þær Eva Mattadóttir og Sylvía Briem í Norminu hönnuðu sérstaklega út frá gildum sínum og áherslum þegar kemur að næringu og almennri vellíðan. „Við hönnuðum grautinn með margt í huga. Við vildum að hann yrði næringarríkur en samt eins og djúsí eftirréttur. Þessi grautur er allt; krönsí, saltur, sætur, mjúkur og hollur. Dekrar við alla bragðlaukana. Hann inniheldur líka góð prótein, holla fitu, andoxunarefni og mega 3 og 6 olíu. Njóttu þess að fylla sál og líkama af hreinni orku sem endist allan daginn,“ að því að fram kemur í fréttatilkynningu.

Uppskriftin er nokkuð einföld en afskaplega ljúffeng

Hamingjugrautur

  • Vanillu kókos grísk jógúrt
  • Chia grautur
  • Hnetubiti
  • Bláber
  • Hnetumulningur
  • Hampfræ
  • Graskersfræ
  • Hnetukaramellusósa
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert