Danski húsbúnaðarframleiðandinn Holmegaard var að senda frá sér nýja diska, skálar og glös sem kallast LILY.
LILY er framleitt úr handpressuðu lituðu gleri, sem mun ekki tærast við notkun. Innblásturinn að stellinu kemur frá mismunandi stigum vatnaliljunnar, er hún blómstrar á vatninu. Það er nefnilega eitthvað draumkennt við vatnalijuna, blóm sem flýtur á kyrru vatni og er í fullkominni núvitund sem endurspeglast hér í þessum nýju vörum. Einfaldar, mjúkar og straumlínulagaðar línur skapa jafnvægi á milli þess að vera rómantískt og nútímalegt. Það eru fjórir litir í boði sem auðvelt er að blanda saman að vild, Blue Iris, Toffee Rose, Cherry Blossom og Clear. Að búa til fallegar, hágæða glervörur hefur alltaf verið forgangsatriði hjá Holmegaard, sem hefur tekist vel til hér sem og alltaf.