Trixin til að halda baðherberginu í toppstandi

Baðherbergið er hinn fullkomni bústaður fyrir bakteríur. Hér svífa þær í loftum er við sturtum niður og festa sig í nærliggjandi handklæðum, tannburstum og öðrum yfirborðsflötum. Það er hér sem hægt er að finna bæði salmonellubakteríur og E-coli - en bakteríurnar geta lifað í allt að sex vikur á dollunni. Sumir vilja halda að þeir sleppi til með því að setja setuna niður áður en sturtað er niður, en raunin er önnur. Því þegar þú lokar setunni þá myndast þrýstingur í salerninu og bakteríurnar skjótast út til hliðanna, rétt eins og við myndum halda með fingrinum á vatnsslöngu og vatnið spítist í allar áttir. Við skulum ekki gleyma að þrífa baðherbergið, einn af griðarstöðum heimilisins. 

Reglurnar varðandi baðherbergið

  • Þrífið alla yfirborðsfleti, handföng og hurðarhúna í það minnsta einu sinni í viku.
  • Þrífið salernið einu sinni í viku.
  • Ekki gleyma klósettburstanum! Gott er að þrífa hann einu sinni í mánuði og skipta honum út í það minnsta fjórum sinnum yfir árið.
  • Geymið spreybrúsa með hreinsi inn á baðherbergi, þá er auðveldara að grípa í og þrífa strax þau óhreinindi sem kunna að vera.
  • Fjarlægið reglulega kalk sem kann að myndast á krananum og á sturtuhausnum.
  • Notið ilmstangir eða spreyið herbergisilmi til að fá frískara loft eftir mis ‘erfiðar’ salernisferðir.
Baðherbergið er ákveðinn griðarstaður á heimilinu.
Baðherbergið er ákveðinn griðarstaður á heimilinu. mbl.is/marthastewart.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert