„Hér höfum við alveg virkilega gott linguine og kjötbollur í dásamlegri ekta ítalskri tómatsósu, svolítið eins ítölsku ömmurnar gera þær. Með fáum en virkilega góðum innihaldsefnum,“ segir Linda Ben og eins og glöggir uppskriftarýnar sjá þá er hér á ferðinni svokölluð keppnisuppskrift.
Með kjötbollunum er hún svo með dýrindis linguine sem ætti að hitta í mark hjá flestum.
Linguine og kjötbollur
- 500 g nautahakk frá SS
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- ½ kryddostur með pipar
- U.þ.b. 1 lúka ritz kex
- 2 tsk oreganó
- ½ tsk. oreganó
- ½ tsk. þurrkað basil
- 250 g linguine frá Barilla
- 2 dósir Mutti Polpa fínt hakkaðir tómatar
- 2 tsk. Mutti tómatpúrra
- Salt og pipar
- Fersk basilíka
- Parmesan
Aðferð:
- Setjið vatn í pott ásamt salti og ólífu olíu, sjóðið.
- Setjið nautahakk í skál ásamt smátt söxuðum lauk, hvítlauksrifum, rífið piparostinn niður ofan í skálina, brjótið ritz kexið í skálina og kryddið. Blandið öllu vel saman og hnoðið í bollur.
- Bætið spagettíinu í pottinn og sjóðið þar til tilbúið.
- Steikið bollurnar á pönnu, snúið þeim þannig að þær brúnist allstaðar.
- Bætið hökkuðu tómötunum út á pönnuna ásamt tómatpúrru og kryddið, setjið lok á pönnuna og leyfið öllu að malla á vægum hita í nokkrar mínútur.
- Berið fram með ferskum parmesan og ferskri basilíku.