Hér bjóðum við upp á bestu leiðina til að þrífa sturtuglerið og hvernig best sé að viðhalda glerinu hreinu.
Svona þrífur þú sturtuglerið
- Eimað hvítt edik
- Vatn
- Uppþvottalögur
- Spreybrúsa
- Svamp
- Örtrefjaklút
- Setjið jafnt af ediki og vatni í spreybrúsa.
- Setjið 1 tsk. af uppþvottalögi saman við.
- Spreyjið blöndunni á glerið og látið standa í 15 mínútur.
- Notið örtrefjaklút til að nudda yfir, og þá jafnvel með svampinum séu blettirnir erfiðir.
- Skolið og þurrkið glerið hreint.
Svona heldur þú sturtuglerinu ávallt hreinu
- Þurrkið alltaf vatnið á glerinu eftir hverja sturtuferð.
- Notið sturtuhreinsi 1-2 í mánuði. Þess á milli má nota edikblönduna eftir þörfum.