Sælkeradagar hefjast í Hagkaup í dag, fimmtudaginn 23. mars og af því tilefni ætlar Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups að galdra fram sínar bestu sælkerauppskriftir á næstu dögum. Mikið verður um dýrðir meðan á Sælkeradögunum stendur og alls kyns smakk og kynningar í gangi.
„Svona þemadagar eru svo skemmtilegir því þá beinist kastljósið á okkar fjölbreytta vöruúrval og við fáum tækifæri til þess að kynna allt sem í boði er og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta er eins og með dönsku og amerísku dagana þar sem við setjum einstaka vörur í sparibúning. Á Sælkeradögunum fáum við til okkar ítalskan birgi sem ætlar að kenna okkur að elda góða pastarétti í verslunum okkar og ætlum að sjálfsögðu að bjóða upp á dýrindissmakk í verslunum okkar,“ segir Eva en þemadagar sem þessir hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda.
„Á Sælkeradögunum er fókusinn á hráefni frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Grikklandi og hefur vörustjórinn okkar, Vignir Þór Birgisson, unnið hörðum höndum að því í nokkra mánuði að finna ótrúlegt magn af spennandi vörum sem ættu að gleðja alla matgæðinga. Sjálf beið ég ekki boðanna og er hér með dýrindistrufflu-risotto sem ég elska og elda aftur og aftur, ljúffengt andasalat með confit-lærum svo ræturnar eru Frakkland í því salati, tapas-stemningu frá Spáni, hvítlauksrækjur, eðalhráskinku með fetaostsmauki með fetaosti sem kemur frá Grikklandi og ljúffengar ólífur sem sömuleiðis koma frá Grikklandi. Hægt er að leika sér með þessi hráefni frá þessum löndum og blanda þeim saman. Hér er best að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín.“
Eva segir spennandi tíma fram undan hjá Hagkaup. „Við erum í stöðugri þróun og markmiðið er alltaf að upplifun viðskiptavinarins sé sem best og að við bjóðum upp á spennandi vöruúrval. Þannig hefur samstarfið við Sælkerabúðina og 17 sortir verið skemmtileg viðbót og við ætlum að halda áfram á þessari braut.“
„Nú er að bresta á með fermingartímabilinu og þá langar mig kannski sérstaklega að vekja athygli á smáréttunum sem við eigum í frysti í Hagkaup Skeifunni og í Hagkaup Akureyri. Ég held að meira úrval og á betra verði sé vandfundið. Við erum meðal annars með makkarónurnar en allir sem hafa reynt að baka þær vita að það krefst tíma og þolinmæði. Við erum til að mynda með kassa með 72 kökum í sem kostar um sex þúsund krónur sem ég held að sé besti díllinn í bænum,“ segir Eva en þess ber að geta að Sælkeradagarnir standa til 3. apríl „og við tökum vel á móti okkar frábæru viðskiptavinum“.