Boðið upp á veitingar í fyrsta skipti

Allir gestir á Óskarnum í ár, fengu óvæntan glaðning.
Allir gestir á Óskarnum í ár, fengu óvæntan glaðning. mbl.is/Instagram_Jimmy Kimmel

Gestir Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár urðu ekki fyrir vonbrigðum er þeir mættu í Dolby leikhúsið í Los Angeles nú á dögunum – því í fyrsta sinn voru snarlbox undir sætunum sem seðjuðu hungrið.

Gestgjafi kvöldins á hátíðinni var enginn annar en Jimmy Kimmel, sem sá til þess að enginn yrði svangur. Bauð hann upp á snakkbox sem ýmist innihélt flösku af vatni, pretzels kringlu og Sour Patch Kids svo eitthvað sé nefnt.

Eins mátti finna skilaboð frá Kimmel sjálfum þar sem kom fram að framlag í hans nafni hafi verið lagt fram til Regional Food Bank, samtök sem hafa veitt yfir milljarða máltíðir frá árinu 1973. Gestir hátíarinnar voru að vonum ánægðir með framtakið, tóku myndir og smelltu fréttunum inn á samfélagsmiðlana – eins og við var að búast.

mbl.is/Instagram_Jimmy Kimmel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert