Eldhúsgræjan sem getur bjargað geðheilsunni

Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir

Hér er engu logið enda kannast sjálfsagt flestir við að hafa ekki hugmynd um hvort það er skítugt eða hreint í vélinni. Hér er sum sé komin á markað (örugglega fyrir löngu síðan) græja sem er bæði hlægilega einföld og fyrirferðalítil en er svo gagnleg að hún getur bókstaflega bjargað geðheilsunni.

Við erum að tala um einfaldan segul sem festur er á uppþvottavélina og á honum eru stillingarnar hreint og skítugt.

Svo þarftu auðvitað að muna að stilla vélina þegar þú setur hana í gang og tekur úr henni en það eru örugglega margir sem munu tryllast yfir þessari græju en hún er til í massavís á Amazon og fleiri stöðum og hægt er að velja um allskonar útlit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert