Eigendur staðarins Maika‘i, Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir, vinna nú að opnun „pop up“-staðar í Kaupmannahöfn. Hjónin, sem í daglegu tali eru kölluð Áki og Metta, selja acai-skálar sem notið hafa mikilla vinsælda hérlendis sem erlendis.
Að sögn Áka var það draumur þeirra hjóna að opna stað úti í Kaupmannahöfn og varð draumurinn að veruleika eftir að þau gerðu tímabundinn samning við Frederiksberg-verslunarmiðstöðina, í nágrenni við Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar, CBS.
Áki segir tímabundna opnun staðarins vera leið til að dýfa tánni í laugina og sjá hvernig rekstur gengur fyrir utan landsteinana. Ef vel gangi, sjái þau fram á frekari rekstur erlendis.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.