Þetta breytir öllu varðandi heimilisþrifin

Nokkur einföld ráð og heimilið fer aldrei aftur á haus.
Nokkur einföld ráð og heimilið fer aldrei aftur á haus. mbl.is/Jessica Isaac_Kitchn

Það er engin ástæða til að leggja of mikið á sig í heimilisþrifunum - ef við komumst upp með annað. Hér eru fjögur atriði sem munu breyta öllu hvað varðar þrif og þvott á heimilinu.

Notaðu handklæðin oftar
Það er engin ástæða til að setja handklæði í þvott eftir hverja einustu baðferð - þú getur notað sama handklæðið allt að þrisvar til fimm sinnum áður en þú kastar því inn í vélina.

Buxur
Það er hægt að þvo buxur of oft, þá sérstaklega gallabuxur. Talað er um að gallabuxur eigi vart að þvo, því þær missa litinn og verða snjáðar ef þær eru of mikið þvegnar. Sparaðu þér tímann og fækkaðu buxnaþvotti!

Bakaraofninn
Með því að hreinsa matarleyfar og þurrka reglulega yfir ofninn eftir notkun, þá þarftu sjaldnar að taka stærri þrif á græjuna. Hér má auðveldlega spara sér tíma og fyrirhöfn.

Skúra gólfið
Parket þola illa að vera stöðugt undir blautri tuskunni. Prófaðu frekar að ryksuga mjög vel og þurrkaðu upp bletti sem kunna að vera á gólfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert