Subbu-kjúklingurinn sem ærir óstöðuga

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með það sem við köllum subbu kjúkling - sem er kjúklingur sem er svo svívirðilega góður að annað eins hefur ekki sést (né bragðast).

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift en við erum að tala um djúpsteiktan kjúkling sem ærir óstöðuga!

„Það er þannig með allt sem er djúpsteikt að það er auðvitað guðdómlegt! Ég geri reglulega (samt allt of sjaldan) djúpsteiktan fisk í orly og allir elska þá máltíð. Það var ekki aðra sögu að segja um þessar kjúklingalundir en þær kláruðust fljótt og örugglega á þessu heimili!

Sinnepssósan passar undurvel með þessu og nú mæli ég með því að þið prófið! Þessi réttur getur síðan ýmist verið snarl með góðum leik eða sem kvöldmatur, hádegismatur eða hvað sem ykkur dettur í hug!“

Djúpsteiktar kjúklingalundir með sinnepssósu

Kjúklingalundir

  • 1 poki Rose Poultry kjúklingalundir (um 700 g)
  • 170 g hveiti
  • ½ tsk. matarsódi
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • 1 tsk. laukduft
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. cheyenne pipar
  • ½ tsk. sítrónupipar
  • 250 ml Stella Artois bjór (kaldur)
  • 1 líter olía til steikingar (ég notaði sólblóma)

Aðferð:

  • Þerrið kjúklingalundirnar og blandið öllum þurrefnunum saman í skál.
  • Pískið bjórinn saman við þurrefnin þar til kekkjalaus blanda hefur myndast.
  • Hellið kjúklingalundunum í blönduna og veltið henni upp úr með sleikju
  • Hitið olíuna í um 170-180°C og steikið nokkrar lundir í senn.
  • Hitinn rokkaði hjá mér frá 150-190° á meðan á steikingu stóð og hægt er að steikja nokkrar lundir í einu í nokkrar mínútur í senn. Ég byrjaði með hæstu hitastillingu á meðan olían var að ná upp hita og lækkaði síðan úr 9 niður í 5-7 allan tímann eftir það (ef þið eruð ekki með hitamæli).
  • Leggið lundirnar á grind/pappír til að mesta fitan leki af og þær haldi stökkleika sínum.
  • Njótið með frönskum og sinnepssósu.

Sinnepssósa uppskrift

  • 170 g majónes
  • 40 g hunang
  • 1 msk. sætt sinnep
  • ½ tsk. sítrónupipar

Aðferð:

  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka