Liturinn sem virkar best í svefnherberginu

Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Við eyðum að meðaltali þriðjungi lífs okkar með að sofa, og fátt jafnast á við góðan nætursvefn - en þar getur litavalið á veggjunum skipt máli. Svefn bætir ónæmiskerfið, styrkir minnið, örvar sköpunargáfuna og er streitulosandi. Með öðrum orðum, þá skiptir svefn höfuðmáli í daglegri rútínu.

Dökkt herbergi
Við sofum best þegar það er dimmt í herberginu, og því getur dökkur litur á veggina verið hjálplegur til að láta líkamann skilja að nú verði hann að sofa. Ef herbergið verður of drungalegt, þá getur það reynst stressandi fyrir heilann. Þá verður að vinna með góða lýsingu sem bjargar geðheilsunni yfir daginn þegar skammdegið skellur á.

Ljóst rými kemur þér fram úr rúminu
Að mála svefnherbergið í köldum ljósum lit getur stuðlað að því að koma þér betur fram úr á morgnanna, þar sem ljós örvar heilann. Hins vegar er ekki gott ef rýmið er of bjart, því það getur platað líkamann til að halda að hann eigi að vera vakandi. Þá er gott að styðja sig við myrkvunargardínur.

Sigurliturinn í svefnherbergið
Rannsóknir hafa sýnt fram á að ljósblár litur í svefnherbergið hafi bestu áhrifin á líkamann - liturinn dregur úr blóðþrýstingi og hefur róandi áhrif á heilann. Grænn hefur einnig sömu áhrif á líkamann og eru báðir litir upplagðir fyrir svefnrými, þá bæði í ljósum og dökkum tónum.

Þess ber einnig að nefna, að litirnir rauður og appelsínugulur ættu alls ekki að rata inn í svefnherbergi, þar sem litirnir hafa stuðandi áhrif á heilann.

Mbl.is/DUX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert