Stórtíðindi fyrir íslenskt lambakjöt

Upp­runa­merk­ing­ar eru mik­il­væg­ar til að vernda afurðir, ábyrgj­ast upp­runa og tengja neyt­end­ur við frum­fram­leiðslu. Þjóðir hafa verið mis­góðar í tryggja sér upp­runa­merk­ing­ar. Ítal­ir hafa til dæm­is upp­runa­merk­ingu fyr­ir parma­skinku og par­mes­an ost, Grikk­ir fyr­ir feta­ost og Frakk­ar fyr­ir kampa­vín og ca­m­em­bert ost.  Ein­göngu fram­leiðend­ur á ákveðnum svæðum sem upp­runa­merk­ing­ar vísa til mega merkja umbúðir sín­ar með heit­inu.

Íslenskt lamba­kjöt er fyrsta ís­lenska afurðin sem hef­ur fengið ís­lenska upp­runa­til­vís­un og enn sem komið er eina mat­var­an á land­inu með slíka merk­ingu. Var það liður í um­sókn­ar­ferl­inu til að fá verndaða upp­runa­til­vís­un hjá Evr­ópu­sam­band­inu en það tók á sjötta ár. Ferlið var langt en Markaðsstofa ís­lensks lamba­kjöts þurfti að  sýna fram á sér­stöðu sína, að var­an hafi hald­ist óbreytt í 1100 ár og hvergi ann­ars staðar í heim­in­um sé hægt að fá ís­lenskt lamba­kjöt.

Íslenska lamba­kjötið hef­ur nú öðlast PDO-merk­ingu (e. Protected designati­on of orig­in), sem er hæsta stig verndaðra upp­runa­til­vís­ana í Evr­ópu. Íslenska lamba­kjötið er þar með komið í hóp með þekkt­um evr­ópsk­um land­búnaðar­af­urðum en vör­ur sem hafa öðlast PDO merk­ingu selj­ast að meðaltali á tvö­földu út­sölu­verði í lönd­um ESB, miðað við staðgöngu­vör­ur. Eng­in önn­ur ís­lensk mat­vara hef­ur öðlast PDO-merk­ingu.

Mark­miðið með merk­ing­unni er að vernda vör­ur sem eru fram­leidd­ar og unn­ar á til­teknu landsvæði, með því að nota viður­kennda þekk­ingu staðbund­inna fram­leiðenda og hrá­efni frá viðkom­andi svæði.

Með upp­runa­merk­ingu sinni hef­ur ís­lenskt lamba­kjöt sótt í reynslu sann­reyndra er­lenda for­dæma þar sem upp­runa­merki standa fyr­ir trygg­an upp­runa afurða og úr­vinnslu þeirra, frum­fram­leiðend­um og neyt­end­um til heilla. Upp­runa­vernd­in er einnig tal­in til hug­verka, sem hef­ur mikið vægi í bar­áttu gegn mat­væla­s­vindli.

Fyr­ir­mynd evr­ópskr­ar upp­runa­vernd­ar er elsta vernd­ar­kerfi heims, „app­ellati­on d’orig­ine contrôlée (AOC)“, sem komið var á fót í Frakklandi til aðgrein­ing­ar og vernd­un­ar á víni. Vernd á frönsk­um mat­vör­um nær allt aft­ur til árs­ins 1411, þegar stjórn­völd hlutuðust til um vernd Roqu­efort osts­ins. Fram­leiðend­ur í öll­um heims­álf­um hafa nýtt tæki­færi inn­an evr­ópsku vernd­ar­inn­ar og um 3.500 skrán­ing­ar eru nú í kerf­inu, sem hef­ur löngu sannað sig sem sterk­asta vernd­in fyr­ir vör­ur með sann­ar­lega sér­stöðu.

„Ég er ekki í nokkr­um vafa um að PDO-merk­ing muni auka virði ís­lenska lamba­kjöts­ins, bæði á inn­an­lands­markaði og er­lend­is. Reynsla Evr­ópuþjóða hef­ur sýnt að vör­ur sem hafa PDO-merk­ingu selj­ast að meðaltali á tvö­földu út­sölu­verði í lönd­um ESB, sam­an­borið við staðgöngu­vör­ur. Íslenski sauðfjár­stofn­inn hef­ur hald­ist án blönd­un­ar við önn­ur kyn frá land­náms­öld. Dýr­in búa við mikið frelsi og rými, geta valið sér beit í grasi, villt­ar jurtir og ber og hafa nægt aðgengi að hreinu vatni. Bragðgæði og meyrni ís­lensks lamba­kjöts skor­ar hátt hjá mat­gæðing­um í alþjóðleg­um sam­an­b­urðar­rann­sókn­um. Það er því mjög mik­il­vægt að ís­lenskt lamba­kjöt sé merkt upp­runa­merk­ingu, bæði hér á landi og er­lend­is. Síðan við hóf­um ís­lenska upp­runa­merk­ingu árið 2017 hef­ur orðið 15% aukn­ing á neyslu ferðamanna á lamba­kjöti á ár­un­um 2017-2021. Aukn­ing­in verður von­andi enn meiri þegar við get­um nú hafið evr­ópska upp­runa­merk­ingu,“ seg­ir Hafliði Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri markaðsstof­unn­ar ís­lenskt lamba­kjöt.

Upp­runa­merk­ing auðveld­ar neyt­end­um að velja ís­lenskt en neyt­end­ur gera nú meiri kröf­ur um skýr­ar upp­lýs­ing­ar um upp­runa mat­vöru.

Sam­kvæmt neyslu­könn­un Gallup borðuðu 70% ferðamanna lamba­kjöt í heim­sókn sinni árið 2021. Þeir sem þekktu merki ís­lenska lamba­kjöts­ins og skildu merk­ingu þess voru mun lík­legri til að neyta lamba­kjöts oft­ar en einu sinni sem má telja viður­kenn­ingu á gagn­semi markaðssetn­ing­ar ís­lensks lamba­kjöts og ekki síður á gæðum afurðanna. Á tíma­bil­inu 2017-2019 var lamba­kjöt sú ís­lenska afurð sem flest­ir ferðamenn neyttu en næst á eft­ir var þorsk­ur, lax og skyr fyr­ir val­inu, að því að fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert