Þetta eldhús á heima í mathöll

Svona eldhús má víða finna í mathöllum, en ekki svo …
Svona eldhús má víða finna í mathöllum, en ekki svo oft inn á heimilum fólks. mbl.is/Edmund Dabney

Í stór­skemmti­legri íbúð í Lund­únar­borg, má finna eld­hús sem minn­ir einna helst á stað í mat­höll. Hér er stálið notað frá toppi til táar í bland við app­el­sínu­gul­an lit sem sann­ar­lega vek­ur at­hygli.

Það voru Holloway Li sem sáu um hönn­un­ina hér, en eig­end­ur nota íbúðina sem heim­ili og ljós­mynd­astudío. Eld­húsið er í opnu rými við borðstofu og stofu þar sem lita­valið er djarft og alls ekki fyr­ir alla - en hent­ar þess­ari íbúð vel. Hamrað stálið, sem ein­kenn­ir eld­hús­inn­rétt­ing­una, gef­ur ákveðinn karakt­er og mýkt­in í veggj­un­um og í gól­f­efn­inu, skapa ein­stak­ar and­stæður sem stein­liggja. Hér er ekki not­ast við efri skápa, held­ur boga­dregn­ar hill­ur sem mynda einskon­ar öldu á veggn­um - svo óhætt er að segja að eld­húsið flæði um rýmið, án þess að vera of ‘frekt’.

Heim­ild: Dezeen

Koníaksbrúnir stólar passa vel við kalt stálið.
Koní­aks­brún­ir stól­ar passa vel við kalt stálið. mbl.is/​Ed­mund Dab­ney
mbl.is/​Ed­mund Dab­ney
mbl.is/​Ed­mund Dab­ney
Baðherbergið er í sama anda og restin af íbúðinni.
Baðher­bergið er í sama anda og rest­in af íbúðinni. mbl.is/​Ed­mund Dab­ney
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert