Loksins aðferð til að meta avókadó

Avokadó er lítill og krumpaður ávöxtur - og alveg einstaklega …
Avokadó er lítill og krumpaður ávöxtur - og alveg einstaklega góður. mbl.is/iStock

Hér kynnum við nýja aðferð til leiks, hvernig best sé að meta hvort okkar ástsæli ávöxtur avókadó sé tilbúinn fyrir okkur ofan á brauð  eður ei.

Avókadó er dásamlegt á svo marga vegu, en getur reynst okkur erfitt hvað varðar þroska. Oftar en ekki er það of hart og óþroskað og hina stundina er það orðið dökkt og óætt. Það kannast allar avókadó-ætur við það að pota í ávöxtinn til að meta hvort hann sé tilbúinn fyrir uppskurð og settur á diskinn. En hér er aðferð sem er mun einfaldari í framkvæmd og segir til um ágæti ávaxtarins með vissu. Það er lítill stilkur efst á honum sem þú getur léttilega tekið af og kannað málið. Ef þú sérð glitta í grænt, þá er ávöxturinn tilbúinn  en sé hann brúnn undir stilknum er hann ekki tilbúinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert