Nýtt salat á markaði veldur usla

Ljósmynd/Salathúsið

Ef það er eitthvað sem Íslendingar elska þá eru það salöt. Ekki þessi fersku og fínu heldur góð majónessalöt sem við setjum á samlokur, kex og brauðtertur.

Nú ber svo við að komið er á markað nýtt salat sem hefur valdið töluverðum usla meðal neytenda ef marka má samfélagsmiðla og halda einhverjir fram að hér sé á ferðinni salatið sem sameinar allt það sem þessi þjóð elskar heitast.

Við erum að tala um alvörubrauðtertusalat með aspas og skinku. Ekki ferskum og fínum heldur alvöru niðursoðnum dásemdaraspas þannig að nú er hægt að fá sér brauðtertu í hvert mál án nokkurrar fyrirhafnar.

Salatið er frá Salathúsinu en fyrir eru hin hefðbundnu sívinsælu salöt sem við þekkjum öll að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Því er um að ræða nýjung sem við erum nokkuð viss um að muni hitta í mark enda tikkar hún í öll box.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert