Það virðist vera algengt að þekktar stórstjörnur taki sig til og hampi nýjum vörumerkjum á markað - og þá oftar en ekki í áfengu formi.
Jennifer Lopez kynnti á dögunum nýtt kokteila vörumerki undir nafninu Delola. Hún segir í samtali við tímaritið People, að eftir að hafa minnkað við sig vinnuna og byrjað að njóta lífsins meira í góðra vina hópi, þá hafi þetta verið eitthvað sem hún virkilega vildi gera. Um er að ræða þrjá spritz drykki er kallast Bella Berry, Paloma Rosa og L’Orange. Nafnið á bak við nýju drykkina á sér einnig sögu, en söngdívan er þekkt undir nafninu „Lola” á meðal nánustu vina. Flöskurnar þykja einnig spennandi með hönnun sem er innblásin af Bronx, heimabæ Lopez. Ásamt skreyttum ljónum sem eru til heiðurs stjörnumerkjum þeirra hjóna, Jennifer og Ben Affleck.
Auglýsingarherferðin var tekin upp á Ítalíu, þar sem Jennifer naut sín til hins ítrasta og segir í samtali að umhverfið sé fullkomð fyrir drykk sem þennan. Hún segir jafnframt að drykkurinn henti fyrir hvaða tilefni sem er - bröns með vinum eða komandi sumarpartí, og í raun sé þetta drykkur sem hentar allt árið um kring. Þetta snýst ekki um ákveðið tilefni, frekar að njóta lífsins þegar okkur langar til. Og þess má einnig geta að í hverjum drykk eru einungis 110 kalóríur eða minna.